Fjölskyldurekstur í heimabyggð

Við erum fjölskyldurekið fyrirtæki í Grindavík síðan 1988 og við höfum ávallt lagt áherslu á að skapa störf í og styðja við heimabyggðina.

Sagan okkar

Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið okkar Stakkavík ehf. var stofnað í Grindavík árið 1988 af feðgunum Hermanni Ólafssyni, Gesti Ólafssyni, Ólafi Gamalíelssyni ásamt Benedikt Jónssyni tengdaföður Hermanns.

Fyrstu árin framleiddum við nær eingöngu í salt og sérhæfðum okkur í vinnslu á stórum fiski enda allt handflatt og flakað þar sem engar voru vélarnar. Árið 1995 keyptum við svo okkar fyrsta bát, sem var 4 tonna handfærabátur sem nefndist Skáley.

Í dag er Stakkavík nútímalegt fyrirtæki með allan nýjasta útbúnað bæði til sjós og lands. Við sérhæfum okkur nær eingöngu í ferskum fiski til útflutnings, aðallega flökum, ýmist með eða án roðs, eða hausuðum fiski. 

Í gegnum árin höfum við myndað viðskiptasambönd í Bandaríkjunum, Englandi, Belgíu, og Þýskalandi og rekum 100 störf til sjós og lands.

Stefnan okkar

Okkar stefna er að viðhalda okkar leiðandi stöðu í krókaaflamarkskerfinu á Íslandi með ábyrgum veiðum, gæðum í vinnslu og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

Starfsmannastefna

Við höfum á að skipa hæfu, heiðarlegu og kraftmiklu starfsfólki og veitum því sem bestu skilyrði til að dafna í sínu starfi.  Hjá okkur eru öll laus störf opin bæði körlum og konum ásamt því að hver starfsmaður sé metin á eigin forsendum óháð kynferði.

Orku- og umhverfisstefna

Við göngum vel um okkar auðlindir með markvissu eftirliti og vöktun á okkar orkunotkun til að lágmarka umhverfisáhrif frá okkar starfsemi. Við temjum okkur vinnubrögð sem stuðla að því að nýta okkar auðlindir á sem besta hátt.

Stjórnendur

NafnTitillNetfangSími
Hermann Th. ÓlafssonFramkvæmdastjórihermann@stakkavik.is420 8004
Gestur ÓlafssonSölustjórigestur@stakkavik.is420 8002
Margrét Þóra BenediktsdóttirXperience Fishmargret@stakkavik.is774 7477
Ingibjörg Linda KristmundsdóttirLaunafulltrúilinda@stakkavik.is420 8008
Ólafur Daði HermannssonFramleiðslustjóriolafurd@stakkavik.is420 8002
Þórunn Björg ÁsmundsdóttirBókhaldthorunn@stakkavik.is420 8006
Jón Guðmundur OttóssonLaunafulltrúi sjómannajgo@stakkavik.is420 8007
Ásta Katrín GestsdóttirSkrifstofaasta@stakkavik.is
Verkstæði
verk@stakkavik.is420 8009
Ármann HarðarsonVerkstæðiverk@stakkavik.is768 5840
Hörður SigurðssonVerkstæðiverk@stakkavik.is775 9909

Starfsumsókn

Við erum ávallt tilbúin að heyra frá áhugasömum og kraftmiklum einstaklingum sem vilja starfa með okkur.
Hægt er að sækja um starf hjá okkur með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

Styrktarbeiðni

Við reynum að svara öllum styrktarbeiðnum sem berast innan 2 vikna.
Umsóknir þurfa því að berast í samræmi við þann tímaramma. Umsóknir sem berast með skömmum fyrirvara, er nánast ómögulegt að verða við.

HRINGDU Í OKKUR

420 8000

SENDU OKKUR PÓST

stakkavik@stakkavik.is

Fyrirtækið

Stakkavík ehf.
Kt. 480388-1519
stakkavik@stakkavik.is
420 8000
420 8001 (Fax)

Heimilisfang

Bakkalág 15b
240 Grindavík
Ísland


Stakkavík ehf.         Allur réttur áskilinn 2017