Fiskvinnslu- og útgerðarfélagið okkar Stakkavík ehf. var stofnað í Grindavík árið 1988 af feðgunum Hermanni Ólafssyni, Gesti Ólafssyni, Ólafi Gamalíelssyni ásamt Benedikt Jónssyni tengdaföður Hermanns.
Fyrstu árin framleiddum við nær eingöngu í salt og sérhæfðum okkur í vinnslu á stórum fiski enda allt handflatt og flakað þar sem engar voru vélarnar. Árið 1995 keyptum við svo okkar fyrsta bát, sem var 4 tonna handfærabátur sem nefndist Skáley.
Í dag er Stakkavík nútímalegt fyrirtæki með allan nýjasta útbúnað bæði til sjós og lands. Við sérhæfum okkur nær eingöngu í ferskum fiski til útflutnings, aðallega flökum, ýmist með eða án roðs, eða hausuðum fiski.
Í gegnum árin höfum við myndað viðskiptasambönd í Bandaríkjunum, Englandi, Belgíu, og Þýskalandi og rekum 100 störf til sjós og lands.
Okkar stefna er að viðhalda okkar leiðandi stöðu í krókaaflamarkskerfinu á Íslandi með ábyrgum veiðum, gæðum í vinnslu og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Við höfum á að skipa hæfu, heiðarlegu og kraftmiklu starfsfólki og veitum því sem bestu skilyrði til að dafna í sínu starfi. Hjá okkur eru öll laus störf opin bæði körlum og konum ásamt því að hver starfsmaður sé metin á eigin forsendum óháð kynferði.
Við göngum vel um okkar auðlindir með markvissu eftirliti og vöktun á okkar orkunotkun til að lágmarka umhverfisáhrif frá okkar starfsemi. Við temjum okkur vinnubrögð sem stuðla að því að nýta okkar auðlindir á sem besta hátt.
Nafn | Titill | Netfang | Sími |
---|---|---|---|
Hermann Th. Ólafsson | Framkvæmdastjóri | hermann@stakkavik.is | 420 8004 |
Gestur Ólafsson | Sölustjóri | gestur@stakkavik.is | 420 8002 |
Margrét Þóra Benediktsdóttir | Xperience Fish | margret@stakkavik.is | 774 7477 |
Ingibjörg Linda Kristmundsdóttir | Launafulltrúi | linda@stakkavik.is | 420 8008 |
Ólafur Daði Hermannsson | Framleiðslustjóri | olafurd@stakkavik.is | 420 8002 |
Þórunn Björg Ásmundsdóttir | Bókhald | thorunn@stakkavik.is | 420 8006 |
Jón Guðmundur Ottósson | Launafulltrúi sjómanna | jgo@stakkavik.is | 420 8007 |
Ásta Katrín Gestsdóttir | Skrifstofa | asta@stakkavik.is | |
Verkstæði | verk@stakkavik.is | 420 8009 | |
Ármann Harðarson | Verkstæði | verk@stakkavik.is | 768 5840 |
Hörður Sigurðsson | Verkstæði | verk@stakkavik.is | 775 9909 |