Atlantshafsþorskur getur náð 30 ára aldri. Algengast er hann 70-90 cm langur og 3-7 kg að þyngd þegar hann er veiddur.
Ýsan getur náð 15 ára aldri. Algengast er hún 50-65 cm löng þegar hún er veidd og verður allt að 14 kg að þyngd.
Langa er af þorskaætt en er álitin vera millistig milli þorsks og áls. Langa getur náð allt að 2 m að lengd.
Steinbítur er oftast um 50-80 cm langur en getur orðið allt að 120 cm en hann vex frekar hægt og verður yfir 20 ára.
Hlýri er steinbítstegund en er stærri en steinbítur. Hlýri getur orðið allt að 150 cm langur og um 25 kg að þyngd.
Ufsi er af þorskaætt og er um 70-110 cm langur þegar hann er veiddur. Ufsi getur orðið allt að 15 kg að þyngd.
Við erum stolt af því að sjá hversu skapandi fólk er með okkar afurðir. Dýrindis matréttir eru gerðir daglega sem umbreyta okkar afurðum í hreint lostæti til að njóta.
Árlega fara yfir 6.000 tonn í gegnum vinnsluna okkar í Grindavík. Nær allar okkar afurðir eru seldar til matvöruverslana og veitingastaða í Evrópu og Bandríkjunum.